[ Fara í meginmál | Forsíđa | Veftré ]
RSS ţjónusta RSS | Podcast Podcast | Minnka letur Stćrđ Stćkka letur

Innskráning

Kennitala/netfang:
Lykilorđ:

Nýr notandi
Minna á lykilorđ

Landsbókasafn

Ţriđjudaginn 12. ágúst, 2008 - 24 stundir

Hjarta Voltaires Mál og menning hefur gefiđ út bókina Hjarta Voltaires...

[ Smelltu til ađ sjá stćrri mynd ]
Hjarta Voltaires Mál og menning hefur gefiđ út bókina Hjarta Voltaires eftir Luis López Nieves í íslenskri ţýđingu Kristínar Guđrúnar Jónsdóttur. Um er ađ rćđa viđburđaríka spennusögu ţar sem skyggnst er inn í hugarheim lćrđra manna á 18. öld.

Hjarta Voltaires

Mál og menning hefur gefiđ út bókina Hjarta Voltaires eftir Luis López Nieves í íslenskri ţýđingu Kristínar Guđrúnar Jónsdóttur. Um er ađ rćđa viđburđaríka spennusögu ţar sem skyggnst er inn í hugarheim lćrđra manna á 18. öld. Getum viđ sett okkur í spor Voltaires? Vísindamađurinn Roland de Luziers fćr ţađ ögrandi verkefni ađ komast til botns í margslunginni ráđgátunni sem ef til vill vćri betur komin óleyst.

FRAM AF

Út er komin geislaplatan FRAM AF međ gítarleikaranum Ómari Guđjónssyni og í tilefni af ţví verđa haldnir útgáfutónleikar annađ kvöld, miđvikudagskvöldiđ 13. ágúst, klukkan 21.00 í Iđnó. Međ Ómari spila ţeir Matthías MD Hemstock á trommur og Ţorgrímur Jónsson á kontrabassa.

Á plötunni eru níu lög eftir Ómar og er ţeim lýst sem einhvers konar blöndu af rokki, poppi og djasstónlist.

Sýningarlok á morgun

Senn líđur ađ lokum málverkasýningar myndlistarmannsins Árna Björns í Eden í Hveragerđi, en hún var opnuđ ţann 31. september og stendur til 13. ágúst. Árni sýnir međal annars portrettmyndir af Davíđ Oddssyni og landslagsmyndir í olíu. Árni hefur haldiđ einkasýningar víđa hér á landi og einnig í bćnum Yecla á Spáni. Hann er húsgagnasmiđur og rak innréttingarverkstćđi og húsgagnaverslun um árabil.